Guðmundur leiðir sósíalista í Suðurkjördæmi

Efstu frambjóðendur Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi.

Guðmundur Auðunsson, hagfræðingur, leiðir lista Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Guðmundur hefur starfað í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins síðastliðin tvö ár og lagt félögum sínum lið við uppbyggingu grasrótar flokksins. Hannlauk framhaldsnámi í alþjóðahagfræði og alþjóðastjórnmálafræði í Bandaríkjunum en hefur lengst af búið í London þar sem hann stofnaði sína fjölskyldu en er nú kominn heim, fullur af eldmóði og sósíalískum hugsjónum.

„Við stöndum á tímamótum. Hið óréttláta samfélag sem öfgakapítalismi nýfrjálshyggjunnar hefur troðið upp á almenning riðar til falls. Samt halda auðvaldsflokkarnir áfram með þá stefnu sína að einkavæða eignir almennings og almannaþjónustuna og ætla að halda því áfram þvert á vilja þorra almennings. Við getum stoppað þetta,“ segir Guðmundur.

Listanum er stillt upp af slembivöldum hópi meðal félaga flokksins sem unnið hefur hörðum höndum að því að endurspegla sem skýrast vilja grasrótar flokksins og teljur flokkurinn það skila mun betri árangri en hefðbundnar leiðir við uppröðun á lista sem oftar en ekki gefa skakka mynd.

Í öðru sæti er Birna Eik Benediktsdóttir, framhaldsskólakennari á Selfossi og þriðja sætið skipar Mýrdælingurinn Ástþór Jón Ragnheiðarson, þjálfari og varaformaður ASÍ-UNG, en hann er búsettur á Hellu.

Listi Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi:

1. Guðmundur Auðunsson, stjórnmálahagfræðingur
2. Birna Eik Benediksdóttir, framhaldsskólakennari
3. Ástþór Jón Ragnheiðarson, þjálfari og varaformaður ASÍ-UNG
4. Arna Þórdís Árnadóttir, verkefnastjóri
5. Unnur Rán Reynisdóttir, hárgsnyrtimeistari og -kennari
6. Þórbergur Torfason, sjómaður
7. Einar Már Atlason, sölumaður
8. Þórdís Bjarnleifsdóttir, nemi
9. Arngrímur Jónsson, sjómaður
10. Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, bifreiðastjóri
11. Bjartey Hermannsdóttir, móttökuritari
12. Pawel Adam Lopatka, landvörður
13. Sigurður Erlends Guðbjargarson, rafíþróttaþjálfari
14. Þórdís Guðbjartsdóttir, öryrki
15. Kári Jónsson, verkamaður
16. Bergljót Davíðsdóttir, blaðamaður
17. Elínborg Steinunnardóttir, öryrki
18. Stefán Helgi Helgason, atvinnurekandi
19. Finnbjörg Guðmundsdóttir, eftirlaunakona
20. Viðar Steinarsson, bóndi

Fyrri greinMagnús með fernu í stórsigri Árborgar
Næsta greinBarbára Sól lánuð til Bröndby