Guðlaugur fundar á Selfossi í kvöld

Guðlaugur Þór Þórðarson. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til opins fundar á Selfossi í kvöld kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Bankanum, vinnustofu á efri hæð Landsbankans á Selfossi.

Þar mun Guðlaugur Þór kynna framboð sitt og ræða landsmálin við fundarmenn. Gríðarleg spenna er nú meðal sjálfstæðismanna vegna framboðs Guðlaugs sem fer gegn sitjandi formanni, en kosið verður um nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans á sunnudag.

Fundurinn í kvöld er öllum opinn og allir velkomnir.

Fyrri greinHjalti Jón nýr formaður frjálsíþróttadeildar Selfoss
Næsta greinKótelettan tvöfaldar afrakstur af styrktarlettum