Guðlaug ráðin garðyrkjustjóri

Guðlaug F. Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf garðyrkjustjóra hjá Sveitarfélaginu Árborg.

Guðlaug er með meistararéttindi í skrúðgarðyrkju frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hún starfaði áður sem yfirverkstjóri verkbækistöðvarinnar á Klambratúni hjá Reykjavíkurborg, sem sinnir meðal annar Hljómskálagarðinum og miðbæ Reykjavíkur.

Guðlaug hefur einnig starfað á ræktunarstöð Reykjavíkurborgar þar sem hún sá m.a um skipulagningu á ræktun sumarblóma fyrir borgina. Guðlaug býr yfir mikilli reynslu í skrúðgarðyrkju og stjórnun.

Hún mun hefja störf þann 29. maí næstkomandi.

Fyrri greinFjórhjóli og verkfærum stolið í Flóahreppi
Næsta greinEndurskoðun garðyrkjusamnings lokið