Guðbrandur segir af sér þingmennsku

Guðbrandur Einarsson. Ljósmynd/Aðsend

Guðbrandur Einarsson, 6. þingmaður Suðurkjördæmi, hyggst segja af sér þingmennsku vegna tilrauna til að kaupa vændi árið 2012.

Vísir greindi frá þessu í morgun og segir að Guðbrandur hafi tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku eftir að Vísir spurði hann út í málið.

Í yfirlýsingu Guðbrands til Vísis segist hann hafa gert alvarleg mistök, sem hann sjái mjög eftir. Hann hafi neitað sök hjá lögreglu en neitar ekki í samtali við Vísi að hafa reynt að kaupa vændi á einhverjum á tímapunkti.

Guðbrandur hefur verið þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi frá 2021. Varmaður hans er Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði. Hún hefur einu sinni tekið sæti á Alþingi sem varamaður en það var í mars á síðasta ári.

Fyrri greinSelfoss elti allan tímann
Næsta greinEini tólf deilda leikskólinn á landinu