Guðmundur ráðinn skólastjóri

Guðmundur Freyr Sveinsson hefur verið ráðinn skólastjóri Flóaskóla í Flóahreppi.

Guðmundur hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri í Vatnsendaskóla frá árinu 2007. Áður starfaði hann sem umsjónarkennari á unglingastigi í Snælandsskóla í Kópavogi frá 2003-2007.

Hann er stjórnmálafræðingur frá HÍ, með uppeldis- og kennsluréttindi frá KHÍ og MPA í opinberri stjórnsýslu.

Guðmundur er kvæntur Guðrúnu Birnu Kjartansdóttur og eiga þau þrjú börn. Þau hyggjast flytja í Flóahrepp nú í sumar.

Fyrri greinHaldið upp á afmæli Flóaáveitunnar
Næsta greinSunnlenska í öll hús á Suðurlandi