Guðmundur leiðir Vg og óháða

Guðmundur Ólafsson, bóndi á Búlandi, leiðir lista Vinstri grænna og óháðra í Rangárþingi eystra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Þetta er í fyrsta skipti sem V-listi er boðinn fram í sveitarfélaginu. Auglýst var eftir framboðum og kosið um efstu sæti listans en frambjóðendur eru félagar í Vg og einstaklingar óháðir öðrum stjórnmálahreyfingum.

Listinn er þannig skipaður:
1. Guðmundur Ólafsson, bóndi
2. Ingibjörg Erlingsdóttir, tónmenntakennari
3. Gyða Björgvinsdóttir, kennaranemi
4. Óskar Jónsson, bílasmiður
5. Ívar Þormarsson, matreiðslumaður
6. Eydís Guðmundsdóttir, mastersnemi í sameindalíffræði
7. Hulda Dóra Eysteinsdóttir, sjúkraliðanemi
8. Ragnheiður Jónsdóttir, bóndi
9. Arndís Soffía Sigurðardóttir, fulltrúi sýslumanns
10. Sara Ástþórsdóttir, reiðkennari og hrossaræktandi
11. Guðrún Axfjörð Elínardóttir, nemi
12. Magnús Halldórsson, vélvirki
13. Hallur Björgvinsson, garðyrkjufræðingur
14. Kristján Guðmundsson, lögreglumaður

Listinn verður borinn upp á opnum fundi um lýðræðismál sem haldinn verður á sunnudagskvöld í Hótel Fljótshlíð, Smáratúni. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi um þá ræða við fundargesti um lýðræðismál.

Fyrri greinMinna tap en vextirnir valda áframhaldandi vandræðum
Næsta greinJón Daði samdi til þriggja ára