Guðmundur leiðir lista félagshyggjufólks

Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri í Þorlákshöfn, skipar efsta sæti framboðs Félagshyggjufólks í Ölfusi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí næstkomandi.

Félagshyggjufólk fékk einn mann kjörinn í síðustu kosningum, Hróðmar Bjarnason á Völlum, en hann skipar 3. sæti listans að þessu sinni.

Listinn er þannig skipaður:
1. Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri
2. Sigurlaug B Gröndal, verkefnastjóri
3. Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri
4. Elsa Gunnarsdóttir, móttökuritari
5. Viggó Dýrfjörð Birgisson, matreiðslumeistari
6. Svanlaug Ósk Ágústsdóttir, hársnyrtir
7. Ida Lön, framhaldsskólakennari
8. Guðný Bergrós Gísladóttir, matráður
9. Jónína Sigurjónsdóttir, félagsliði
10. Sigþrúður Harðardóttir, grunnskólakennari
11. Einar Ármannsson, sjómaður
12. Ása Bjarnadóttir, eldri borgari
13. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar
14. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

Fyrri greinRagnar semur við Sundsvall Dragons
Næsta greinIngi Már í 1. sæti hjá framfarasinnum