Guðmundur kvaddur eftir 41 árs starf

Í dag, 30. júní, lét Guðmundur Þorsteinsson, verkstjóri vatns- og hitaveitu hjá Selfossveitum, af störfum eftir rúmlega 41 ár í starfi en Guðmundur verður 67 ára þann 3. júlí.

Í tilefni af þessum tímamótunum var haldið kveðjuhóf síðastliðinn föstudag þar sem Guðmundi voru færðar gjafir og þakkir fyrir samstarfið.

Hitaveitan var stofnuð skömmu eftir seinna stríð og var formlega tekin í notkun árið 1948. Guðmundur er fæddur 1947 og má því segja að Guðmundur og hitaveitan séu nánast jafnaldrar.

Guðmundur hóf störf hjá veitunni 1. júní árið 1973, þá 26 ára gamall og hefur starfað óslitið síðan í yfir 41 ár og 1.mánuð.

Í upphafi hitaveitunnar voru 35 hús tengd við veituna en í dag eru íbúðir í Árborg um 3.000 og íbúafjöldinn í Árborg um 7.900. Alls eru yfir 99% af íbúðarhúsum í sveitarfélaginu tengd veitunni auk fjölda fyrirtækja og stofnana.

Fyrri greinStyrktu börn í Suður-Súdan
Næsta greinRúmlegar áttatíu hjóluðu frá Reykjavík