Guðmundur Ármann oddviti K-listans

K – listi óháðra kjósenda í Grímsnes- og Grafningshrepp hefur ákveðið að bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 31 maí næstkomandi. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri á Sólheimum, leiðir listann.

Í 2. sæti er Sigrún Jóna Jónsdóttir, bóndi á Stóra-Hálsi og Jón Örn Ingileifsson, verktaki á Svínavatni, er í 3. sæti.

K-listinn fékk tvo menn kjörna í síðustu kosningum. Listann skipar fólk sem hefur starfað að sveitarstjórnarmálum auk nýrra frambjóðenda.

Listinn er þannig skipaður:

1. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri, Sólheimum
2. Sigrún Jóna Jónsdóttir, bóndi Stóra Hálsi
3. Jón Örn Ingileifsson, verktaki, Svínavatni
4. Karl Þorkelsson, verktaki, Borg
5. Pétur Thomsen, ljósmyndari, Sólheimum
6. Ágúst Gunnarsson, bóndi, Stærri Bæ
7. Hanna Björk Þrastardóttir, matráður,Ljósafossi
8. Ólafur Ingi Kjartansson, bóndi, Vaðnesi
9. Jóhannes Guðnason, bifreiðastjóri, Borg
10. Böðvar Pálsson, bóndi, Búrfelli

Fyrri greinLjóðalestur í Bókakaffinu
Næsta greinD-listinn í Rangárþingi ytra tilbúinn