Guðlaug Ósk ráðin tímabundið

Guðlaug Ósk Svansdóttir, á Glámu í Fljótshlíð, hefur verið ráðin tímabundið í starf markaðs- og kynningarfulltrúa Rangárþings eystra og mun leysa Árnýju Láru Karvelsdóttur af sem fer í fæðingarorlof.

Alls bárust átta umsóknir um starfið og var ráðgjafafyrirtækið Intellecta fengið til að meta alla umsækjendur og var Guðlaug Ósk metin hæfust í starfið.

Guðlaug Ósk er með B.sc. gráðu í ferðamálafræði og M.sc gráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. Hún mun hefja störf næstkomandi mánudag.

Fyrri greinBjörgunarsveitir sækja blauta og kalda göngumenn
Næsta greinMagnús skoraði eina mark Selfoss