Guðsteinsgangan gekk frábærlega

Sjúkraflutningamennirnir Arnar Páll Gíslason og Sigurður Bjarni Sveinsson gengu í dag 27 kílómetra leið yfir þveran Mýrdalsjökul til minningar um Guðstein Harðarson.

Þeir Arnar Páll og Sigurður Bjarni lögðu af stað um klukkan hálfsjö í morgun. Á Facebooksíðu Guðsteinsgöngunnar kemur fram að dagurinn hafi gengið frábærlega og þar sem veður og færð á jöklinum hafi verið mjög gott luku þeir göngunni mun fyrr en áætlað var, eða laust fyrir klukkan hálffjögur, eftir níu tíma ferðalag.

„Yfir þessari ferð hefur einhver vakað og þökkum við fyrir það,“ segja þeir félagar á Facebook.

Enn er hægt að leggja inn á styrktarreikninginn til að leggja fjölskyldunni lið með frjálsum framlögum. Reikningsnúmerið er 0317-26-103997 og kennitalan 060684-2359.

Guðsteinsgangan á Facebook

Fyrri greinSamtímalistin og samfélagið
Næsta greinAðalbjörg Ýr dúxaði í FSu