Guðrúnarbotnar skjálfa

Jarðskjálftavirkni hefur verið við Guðrúnarbotna í Ölfusi síðastliðinn sólarhring en í kvöld kl. 19:42 varð þar jarðskjálfti að stærðinni 3,8.

Guðrúnarbotnar eru vestan við Geitafell á Heiðinni há.

Síðastliðinn sólarhring hafa orðið hátt í 40 jarðskjálftar á svæðinu, sá stærsti sem fyrr segir 3,8 en fjórir skjálftar af stærðinni 2,2 til 2,9.

Stærsti skjálftinn fannst vel í Þorlákshöfn og víðar í Ölfusinu.