Guðrún ráðin skólastjóri í Þorlákshöfn

Eyrbekkingurinn Guðrún Jóhannsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn úr hópi sjö umsækjenda.

Guðrún starfar í dag sem deildarstjóri yngri deildar og forstöðumaður skólavistunar í Vallaskóla á Selfossi.

Ráðning skólastjóra var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ölfuss í gær og var bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við Guðrúnu.

Hún tekur til starfa þann 1. ágúst næstkomandi en þá lætur Halldór Sigurðsson af störfum eftir 27 ára starf sem skólastjóri.

Fyrri greinSjö umsækjendur um skólastjórastöðu
Næsta greinDavíð ráðinn garðyrkjustjóri