Guðrún ráðin deildarstjóri

Guðrún Kormáksdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri hand- og lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Hún var valin úr hópi þriggja umsækjanda um stöðuna. Guðrún hefur starfað við stofnunina frá árinu 1989, á hand- og lyflækningadeild, fæðingadeild og heilsugæslu.

Guðrún útskrifaðist úr hjúkrunarfræði árið 1989, lauk embættisprófi í ljósmóðurfræðum árið 2002 og stundar nú meistaranám í hjúkrun við H.Í.

Hún tekur við starfinu af Baldvinu Ýr Hafsteinsdóttir sem hverfur til annara starfa í haust.