Guðrún kosin formaður Samtaka iðnaðarins

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss í Hveragerði, var kjörin nýr formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi í dag. Fékk hún 54,4% greiddra atkvæða.

Guðrún hlaut 106.151 atkvæði eða 54,4% greiddra atkvæða en Svana Helen Björnsdóttir, fráfarandi formaður, fékk 88.684 atkvæði, eða 45,5% atkvæða.