Guðný ráðin aðstoðarleikskólastjóri

Guðný Ingibjörg Rúnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri leikskólans Jötunheima á Selfossi frá 1. ágúst 2014.

Guðný útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2001 frá Kennaraháskóla Íslands og hefur sótt mörg endurmenntunarnámskeið sem nýtast í starfi.

Hún hefur góða reynslu af stjórnunarstörfum og hefur meðal annars starfað sem deildarstjóri og verið formaður 8. deildar Félags leikskólakennara.

Fyrri greinMargir kærðir fyrir hraðakstur
Næsta greinMikilvægur sigur í fallbaráttunni