Guðni Th. á ferð um Suðurland

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi verður á ferð um Suðurland næstu daga til að hitta Sunnlendinga.

Fundaröðin hefst með fundi á Selfossi sunnudaginn 29. maí, þar sem hann mun mæta ásamt konu sinni Elizu Reid á Hótel Selfoss kl. 20:30. Mánudaginn 30. maí verður Guðni með fund í Ráðhúsi Ölfuss kl 17:00 og í Listasafni Árnesing í Hveragerði sama dag kl. 20:00.

Á fundunum mun Guðni kynna framboð sitt ásamt því að svara spurningum gesta.

Allir eru hjartanlega velkomnir á fundina.

Á mánudag og þriðjudag mun Guðni svo vera á ferð og heimsækja fyrirtæki í Hveragerði og á Selfossi.