Guðmundur Tyrfingsson bauð lægst í frístundaaksturinn

Guðmundur Tyrfingsson ehf. átti lægra tilboðið í frístundaakstur fyrir börn í Sveitarfélaginu Árborg en tilboð í verkið voru opnuð síðastliðinn mánudag

Tvö fyrirtæki skiluðu inn tilboðum en það voru Guðmundur Tyrfingsson ehf. og Icelandsbus – all kind of buses ehf.

Tilboð Guðmundar Tyrfingssonar hljóðaði upp á rúmar 3,5 milljónir króna en tilboð Icelandbus upp á rúmar 4,9 milljónir króna.

Um er að ræða akstur með börn í frístundir innan Árborgar alla virka daga, frá kl. 13:00 – 15:30, samkvæmt tímatöflu, á tímabilinu 1. september til 20. desember 2018. Gert er ráð fyrir að tvær hópbifreiðar sinni akstrinum, önnur á Selfossi en hin fer á milli Eyrabakka, Stokkseyri og Selfoss.

Tímaáætlanir fyrir aksturinn verða kynntar í næstu viku.

Fyrri greinÍbúafundur um sorpurðun í Ölfusi
Næsta greinGóðu stangveiðisumri lokið í Veiðivötnum