Guðmundur hættir í Flóaskóla

Starf skólastjóra Flóaskóla í Flóahreppi hefur verið auglýst frá 1. ágúst n.k. en Guðmundur Freyr Sveinsson hefur sagt upp störfum af persónulegum ástæðum.

Á fundi sveitarstjórnar í gær voru Guðmundi færðar þakkir fyrir vönduð og vel unnin störf sem skólastjóri Flóaskóla og honum og fjölskyldu hans óskað velfarnaðar í framtíðinni.