Guðmundur greiði 76 milljónir

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms og dæmdi Guðmund Birgisson á Núpum í Ölfusi til að greiða Landsbankanum rúmar 76 milljónir krónar með dráttarvöxtum.

Þá var honum gert að greiða um það bil milljón í málskostnað.

Um var að ræða innistæðulausar úttektir af tékkareikningi sem Guðmundur stofnaði var í tengslum við verðbréfaviðskipti sín. Reikningnum var lokað í janúar 2009 en þá námu innistæðulausar færslur af honum rúmum sjötíu og sex milljónum króna.

Guðmundur var í verðbréfaviðskiptum við bankann og sagði hann að hreyfingarnar væru af langstærstum hluta vegna slíkra viðskipta og að þær hafi verið felldar á reikninginn án beiðni hans og samþykkis. Bankinn byggði kröfu sína á því að skuldin hafi ekki fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir.

Í dómnum kemur fram að Guðmundur hafi ekki lagt fram gögn sem sanni að bankinn hafi tekið út af reikningi hans án hans vitundar.

Guðmundur hefur meðal annars stýrt sjóði í nafni frænku sinnar Sonju Zorilla og eins átti hann hlut í einu stærsta jarðafyrirtæki landsins, Lífsvali.

Ríkisútvarpið greindi frá þessu

Fyrri greinMiðbærinn iðar af lífi
Næsta greinFyrra bindi ævisögu Sigurðar dýralæknis