Guðmunda, Andrea og Karitas semja

Þrír leikmenn Pepsi deildarliðs Selfyssinga í knattspyrnu, Guðmunda Brynja Óladóttir, Andrea Ýr Gústavsdóttir og Karitas Tómasdóttir skrifuðu á dögunum undir nýja samninga við knattspyrnudeild Selfoss.

Stelpurnar hafa leikið lykilhlutverk hjá liðinu í sumar en Selfossliðið bíður í eftirvæntingu eftir að geta hafið þriðja tímabilið í efstu deild á næsta ári.

„Selfoss er orðinn einn af flottustu klúbbunum á Íslandi í dag, umgjörðin og aðstaðan er til fyrirmyndar, við æfum mikið og vel og erum að bæta okkur sem einstaklingar og sem lið. Stelpurnar eru allar frábærar og hópurinn er ótrúlega þéttur og skemmtilegur,“ segir Guðmunda Brynja fyrirliði í samtali við umfs.is

Fyrri greinLandsbankinn styður Brúarhlaupið
Næsta greinHyggjast stækka íþróttahúsið