Guðlaug ráðin verkefnastjóri á skrifstofu HSu

Guðlaug Einarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá 1. mars næstkomandi.

Hún hefur víðtæka klíníska reynslu og hefur m.a. starfað í Danmörku og á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Um sex ára skeið starfaði hún sem formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Guðlaug hefur því reynslu sem heilbrigðisstarfsmaður, stjórnandi félagasamtaka og ýmissa verkefna. Hún hefur auk heilbrigðismenntunar sinnar lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu og MPM námi í verkefnastjórnun og hlotið alþjóðlega IPMA Level C vottun í verkefnastjórnun.

Guðlaug hefur því margþætta reynslu og menntun og jafnframt brennandi áhuga á þverfaglegri samvinnu í heilbrigðisþjónustu. Í tilkynningu á heimasíðu HSu segir að kraftar hennar muni nýtast afar vel í liðsheild HSu við að stýra stefnumiðuðum verkefnum fyrir framkvæmdastjórn stofnunarinnar.

Fyrri greinSmáþjóðaleikarnirnir leita að sjálfboðaliðum
Næsta greinNova bætir sambandið á Hellu