Guðlaug nýr deildarstjóri á Ljósheimum og Fossheimum

Guðlaug Einarsdóttir, settur hjúkrunardeildarstjóri, hefur verið ráðin í stöðu hjúkrunardeildarstjóra á hjúkrunardeildum HSU á Selfossi, Ljósheimum og Fossheimum.

Tveir umsækjendur voru um stöðuna.

Guðlaug er fædd árið 1969. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði frá Hí árið 1994, embættisprófi í ljósmóðurfræði frá H.Í. 1998, MPM námi frá Verkfræðideild H.Í. 2011 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu árið 2013.

Guðlaug hefur viðtæka reynslu en hún hefur starfað við Heilbrigðistofnun Suðurlands sem ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur á BMT, verkefnastjóri og nú síðast sem hjúkrunardeildarstjóri á sameinuðum hjúkrunardeildum. Hún var á árunum 2005-2011 formaður og framkvæmdarstjóri Ljósmæðrafélags Íslands.

Fyrri greinBaldur vélarvana milli lands og Eyja
Næsta greinHood skoraði tvívegis í jafntefli