Guðjón Reykdal öðrum fremri

Fjölbrautaskóli Suðurlands brautskráði í dag 84 nemendur, þar af 55 nýstúdenta.

Bestum árangri nemenda til stúdentsprófs náði Guðjón Reykdal Óskarsson frá Selfossi og fór hann heim hlaðinn bókaverðlaunum fyrir góðan árangur í fjölmörgum námsgreinum. Guðjón fékk einnig námsstyrk frá Hollvinasamtökum skólans.

Í hópi brautskráðra voru m.a. sextán sjúkraliðar sem voru ýmist að ljúka sjúkraliðabraut eða sjúkraliðabrú.