Guðjón og Priyanka fengu hvatningarverðlaun Samfylkingarinnar

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, veitti Selfyssingnum Guðjóni Reykdal Óskarssyni og Priyanka Thaba hvatningaverðlaun Samfylkingarinnar undir lok landsfundar Samfylkingarinnar í dag.

Guðjón er fastur í hjólastól en flutti ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur til að geta stundað nám sitt að afloknu stúdentsprófi.

Priyanka er frá Nepal þar sem hún var ung gefin eldri manni en hefur nú fengið dvalarleyfi hér á landi.

Þau stunda bæði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands en Priyanka býr hjá Guðjóni og foreldrum hans og aðstoðar Guðjón við daglegt líf, glósar fyrir hann í skólanum og Guðjón aðstoðar hana svo við að fara yfir fyrirlestrana.

Frétt um Guðjón og Priyanka á visir.is frá því í janúar sl.

Fyrri greinSelfyssingar Íslandsmeistarar í 6. flokki
Næsta greinÓkeypis hlaupanámskeið fyrir byrjendur