Guðjón lætur af störfum

Á starfsmannafundi í dag tilkynnti Guðjón Sigurðsson, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði, að hann ætlaði að láta af störfum nú í vor.

Guðjón tók við skólastjórn við Grunnskólann í Hveragerði þegar gagnfræðaskólinn og barnaskólinn voru sameinaðir árið 1988.

Þar áður hafði hann verið skólastjóri að Laugum í Sælingsdal í sjö ár.

Fyrri greinMálar og safnar fyrir SOS barnaþorpin
Næsta greinEldhestar er bær mánaðarins í febrúar