Guðbjörg og Fanney í stjórn Bændasamtakanna

Búnaðarþing kaus í gær nýja stjórn Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára. Guðbjörg Jónsdóttir á Læk í Flóahreppi og Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri voru kosnar í stjórn.

Stjórnin er skipuð sex stjórnarmönnum en auk Guðbjargar og Fanneyjar eru í stjórninni þau Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti, sem kosinn var formaður, Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Egilsstöðum, Þórhallur Bjarnason frá Laugalandi og Einar Ófeigur Björnsson í Lóni.

Guðbjörg bauð sig fram til formennsku en Sindri hafði sigur í kosningunni með 31 atkvæði gegn 13. Tveir seðlar voru auðir og einn ógildur.

Fyrri greinFimm Sunnlendingar til Solna
Næsta greinBreytingar hjá Búnaðarsambandinu