Guðbjartur ráðinn skólastjóri

Guðbjartur Ólason hefur verið ráðinn skólastjóri í Vallaskóla á Selfossi frá 1. ágúst nk.

Staðan var auglýst laus til umsóknar í maí í kjölfar þess að Eyjólfur Sturlaugsson sagði upp stöðu sinni. Eyjólfur hefur verið ráðinn skólastjóri Auðarskóla í Dalabyggð.

Guðbjartur var eini umsækjandinn en hann hefur gengt stöðu skólastjóra Vallaskóla undanfarin tvö ár á meðan Eyjólfur hefur verið í leyfi.

Fyrri greinLögnin lak við Gagnheiði
Næsta greinSvekkelsi suður með sjó