Grýtti lögreglustöðina og barði á glugga

Upp úr klukkan sex í morgun höfðu lögreglumenn frá Selfossi afskipti af ökumanni sem var á akstri eftir Biskupstungnabraut við Þingvallaveg og reyndist hann vera undir áfengisáhrifum.

Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Selfossi í blóðsýnatöku en að henni lokinni var hann frjáls ferða sinna.

Ekki leið á löngu þar til maðurinn fór að berja á glugga lögreglustöðvarinnar og grýta hana. Maðurinn var þá handtekinn aftur og færður í fangaklefa og látinn sofa úr sér.

Fyrri greinTekinn á 185 km/klst hraða á Lyngdalsheiði
Næsta greinSjáðu sumarstúlkurnar