Grunur um íkveikju

Rannsókn er hafin á eldsupptökum í 30fm sumarbústað í landi Holtakots í Biskupstungum sem brann til grunna í morgun.

Eldsins varð vart um kl. 7:30 í morgun en þá var húsið mikið brunnið og slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Reykholti hafði lítið annað að gera en að slökkva í glæðum. Slökkvistarfi var lokið um kl. 10:00.

Eldsupptök eru ókunn en bústaðurinn var mannlaus. Ekkert rafmagn var í bústaðnum en grunur leikur á að kveikt hafi verið í honum.

Fyrri greinFram stakk Selfoss af
Næsta greinHentu þýfinu út á ferð