Grunuð um innbrot í tvo bústaði

Í upphafi síðustu viku var kona handtekin í Biskupstungum vegna gruns um innbrot í tvo sumarbústaði.

Eftirlitskerfi í öðrum bústaðnum fór í gang og eigandi hans sá í eftirlitsmyndavél par inni í bústaðnum. Þegar lögreglan kom á vettvang var konan ein í bifreið á svæðinu en félagi hennar horfinn út í myrkrið.

Í bifreiðinni fannst lítilræði af kannabis. Konan var færð í fangageymslu og síðar yfirheyrð. Málið er í rannsókn.

Fyrri greinMikill viðbúnaður vegna reyks í dæluhúsi
Næsta greinVerulega órólegur eftir afskipti lögreglu