Grunnur að skipulagi Þjórsárdals

Unnið er að gerð skipulags í Þjórsárdal nk. þriðjudag verður haldinn kynningarfundur um tillögur að rammaskipulagi fyrir dalinn, sem Gísli Gíslason landslagsarkítekt hjá Steinsholti sf á Hellu hefur unnið.

„Þessi vinna snýst um hugmyndir sem verða grunnur að deiliskipulagi,“ segir Kristófer Arnfjörð Tómasson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en það er sveitarfélagið sem hefur kallað eftir gerð skipulagsins og efnir til fundarins.

„Þarna er allur dalurinn undir, og einkanlega horft til útivistarsvæðis til framtíðar og stefnumörkunar á sviði ferðaþjónustu,“ segir Kristófer. Inn í það ferli fléttast framkvæmdir á Stöng í tengslum við Minjastofnun Íslands.

Að sögn Kristófers er fundurinn, sem haldinn er í félagsheimilinu Árnesi, öllum opinn og hvetur hann áhugasama til að koma og leggja málinu lið.

Fyrri greinKFR vann en Hamar fékk skell
Næsta greinMagdalena tók þriðja sætið