Grunnmenntaskóli í Þorlákshöfn

Fræðslunet Suðurlands fyrirhugar að halda Grunnmenntaskóla í Þorlákshöfn á haustönn.

Grunnmenntaskóli er nám fyrir þá sem vilja styrkja sig í kjarnafögum eða hafa áhuga á að hefja nám að nýju.

Kennt verður á morgnana í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar. Námið hentar öllum sem hafa áhuga á að styrkja grunnfærni sína í íslensku, stærðfræði, ensku og tölvu– og upplýsingatækni.