Grunaðir um 50 innbrot í sumarbústaði

Eins og sunnlenska.is greindi frá á föstudag voru þrír ungir menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald fyrir helgi vegna fjölda innbrota í sumarbústaði Árnessýslu.

Rannsókn málsins er mjög viðamikil en á þessari stundu eru mennirnir taldir eiga hlut að 50 innbrot.

Stefnt er að ljúka henni innan fjögurra vikna.