Gröfutækni með lægsta tilboðið í Björkurstykki

Björkurstykki. Innan rauða rammans verður uppbyggingu skipt í fimm áfanga.

Gröfutækni ehf á Flúðum átti lægsta tilboðið í gatnagerð og lagnir í 1. áfanga í Björkurstykki á Selfossi.

Tilboð Gröfutækni hljóðaði upp á rúmlega 671,1 milljón króna og var aðeins 0,2% lægra en tilboð Háfells ehf í Reykjavík sem hljóðaði upp á rúmlega 672,6 milljónir króna

Bæjarráð Árborgar samþykkti tilboð Gröfutækni á síðasta fundi sínum, svo framarlega sem öll skilyrði séu uppfyllt. Kostnaðaráætlun verksins var tæpar 759 milljónir króna.

Þrjú önnur verktakafyrirtæki buðu í verkið. Borgarverk bauð 718 milljónir króna, Aðalleið rúmlega 718,4 milljónir og Nesey 748 milljónir króna.

Verkið er áfangaskipt þar sem hluta af götum og botnlöngum skal skilað ómalbikuðu þann 15. mars næstkomandi en heildarverklok eru 1. júlí 2021.

Fyrri greinFrístundamessa í Vallaskóla
Næsta greinHeitavatnslaust í Þorlákshöfn í næstu viku