Gröfutækni bauð lægst í gatnagerð

Gröfutækni ehf. á Flúðum bauð lægst í gerð nýrrar götu sunnan heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli.

Fjórir verktakar buðu í verkið og var tilboð Gröfutækni rúmar 20,0 milljónir króna. Þar á eftir kom Jökulfell ehf á Höfn með rúmlega 21,2 milljónir króna. Svanur Lárusson bauð 26,4 milljónir króna og Guðjón Jónsson tæpar 27,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 27 milljónir króna.

Nýja gatan verður 133 m löng en verkið felur einnig í sér malbikun götu og bílastæða og gangstéttasteypu.
Áætluð verklok eru þann 1. júní á næsta ári.
Fyrri greinBygging gasskiljustöðvar að hefjast
Næsta greinSelfoss sigraði Aftureldingu