Gróðureldur í Ölfusi

Tilkynnt var um gróðureld vestan við Þorlákshöfn um klukkan hálf sex í gær. Fimm slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu í Þorlákshöfn fóru á staðinn og slökktu eldinn og gekk slökkvistarf greiðlega.

Í frétt frá Brunavörnum Árnessýslu segir að sterkar líkur séu á að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum, en nýleg hjólför eftir bíl voru á vettvangi.

Fyrri greinBreiðholt í kvöld og Flúðir á laugardag
Næsta greinPatrekur ráðinn þjálfari Selfoss