Gróðurspretta mæld af vísindalegri nákvæmni

Í byrjun september fór 6. bekkur Hvolsskóla að Bleiksá við Berjanes og mældi árangurinn af gróðursetningu sem gerð var í vor í tilraunareitum.

Með í för voru Guðmundur Ingi og Ragnheiður frá Landvernd sem stjórna verkefninu.

Mælingar á gróðurþekju reitanna var gerð af vísindalegri nákvæmni og verða niðurstöðurnar notaðar til frekari úrvinnslu í skólanum, bæði í stærðfræði og náttúrufræði.

Þessir nemendur munu svo áfram fylgjast með framvindu góðurs í reitunum hvert haust næstu árin, en reitirnir eru alls fimmtíu talsins.

Næsta vor fer svo 5. bekkur og leggur út sína reiti og svo koll af kolli.