Gróðursett í Þuríðargarði

Nemendur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri tóku virkan þátt í Degi íslenskrar náttúru í síðustu viku og gróðursettu tré í Þuríðargarði ásamt hluta Bæjarstjórnar Árborgar í tilefni dagsins.

Dagur íslenskrar náttúru er haldin árlega þann 16.september og hefur Sveitarfélagið Árborg gróðursett plöntu sl. ár í tilefni dagsins.

Þetta árið eins og fyrr segir var gróðursett í Þuríðargarði á Stokkseyri, sem er skammt frá barnaskólanum.

Að lokinni gróðursetningu voru sungin nokkur lög og létu hvorki nemendur né aðrir gestir rigninguna á sig fá.