Gróðureldur við Nesjavelli

Neyðarlínan óskaði eftir aðstoð Brunavarna Árnessýslu kl. 10:14 í gærmorgun vegna elds í mosa á svæði Nesjavallavirkjunar.

BÁ sendi sex menn á staðinn ásamt dælubíl, en rúmlega 800 metrar reyndust vera að brunastað frá þeim stað þar sem hægt var að koma bílum að og því var ekki hægt að koma neinu vatni við, þar sem yfir gil og skorninga var að fara, upp í fjalli fyrir innan virkjunina.

Slökkvistarf gekk vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, og var svæðið vaktað á eftir þar sem glóð getur leynst mjög lengi í mosa og jarðvegur mjög þurr.

Slökkvistarfi lauk um kl. 12:30.

nesjavellir_eldurvef210711toti_786002187.jpg