Gróðureldur við Fjallið eina

Á mánudagskvöld kl. 21:45 hringdi vegfarandi á Selfossi í síma slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og tilkynnti um töluverðan eld í gróðri við Fjallið eina á Selfossi.

Svæðið við Fjallið eina, sem er stór hóll við íþróttasvæðið á Selfossi, er mikið gróið og töluvert um sinu á því.

Varðstjóri var fyrstur á staðinn og náði hann að slökkva eldinn með aðstoð vegfarenda.

Þarna höfðu ungir drengir verið að fikta með eld og misstu hann úr böndunum. Töluverður eldur var kominn í sinu og hefði ekki mátt miklu muna að stærra svæði hefði orðið eldi að bráð.

Fyrri greinKK í Óðinshúsi á föstudagskvöld
Næsta greinSunnlenska seinkar