Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Grím Hergeirsson tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá 14. nóvember nk.
Þetta gerir ráðherra í kjölfar þess að
Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði af sér sem ríkislögreglustjóri.
Grímur á 30 ára feril að baki og hóf störf hjá lögreglunni 1996. Hann hefur verið lögreglustjóri á Suðurlandi síðan árið 2022.
Embætti ríkislögreglustjóra verður auglýst á næstunni.

