Grímur settur lögreglustjóri

Grímur Hergeirsson í þjálfarabúningnum, en hann er einnig þjálfari Íslandsmeistara Selfoss í handbolta. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Grímur Hergeirsson hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi til næstu tveggja mánaða.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Grímur, sem er lögfræðingur að mennt, hefur lengi starfað hjá lögreglunni á Suðurlandi og meðal annars verið staðgengill Kjartans Þorkelssonar lögreglustjóra, sem nú um stundarsakir gegnir embætti ríkislögreglustjóra.

„Þetta er mér kunnuglegt starfsumhverfi og breytingin í sjálfu sér ekki mikil,“ segir Grímur í samtali við Morgunblaðið.

Fyrri greinNaumt tap Hamarskvenna
Næsta greinFyrsti Sunnlendingur ársins er Hvergerðingur