Grímuklæddir sundmenn stálu lyklum að geymsluhólfum

Um klukkan eitt í nótt fóru tveir grímuklæddir drengir inn á lóð Sundhallar Selfoss og stálu lyklum úr geymsluhólfum í útiklefunum – auk þess að skella sér í heitu pottana.

Drengirnir náðust á mynd í öryggismyndavélum Sundhallarinnar en samkvæmt myndunum voru þeir í sundlaugargarðinum frá klukkan 0:48 til 1:23 í nótt.

Ef einhver sá til þessara drengja eða hefur upplýsingar sem getur leitt til þess að lyklarnir finnist er viðkomandi bent á að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010.

Ef drengirnir sjá þessa frétt þá geta þeir komið með lyklana í Sundhöll Selfoss í dag fimmtudag og málið verður þá látið niður falla.