Grímsævintýri á laugardag

Mynd úr safni.

Það er nóg eftir af sumrinu og um næstu helgi er blásið til árlegrar hátíðar á Borg í Grímsnesi. Grímsævintýri árviss viðburður með fjölbreyttri dagskrá að vanda.

Það er Kvenfélag Grímsness sem sér um hátíðina sem á sér mjög langa sögu. Á hátíðinni verður hin margfræga tombóla sem hefur verið haldin í tugi ára. Hún er risastór og fjölmörg fyrirtæki sem koma þar að en allur ágóði rennur til góðgerðarmála og hafa margir notið góðs af.

Dagskráin stendur yfir á milli 13 og 17 en meðal annars sýnir Leikfélagið Borg ævintýralegan leikþátt, blaðrarinn gerir fígúrur úr blöðrum fyrir börnin, Tónafljóð taka skemmtileg lög fyrir alla fjölskylduna og spákonan Sigurveig Buch spáir í framtíðina.

Margt fleira skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna og að sjálfsögðu góða veðrið. Frítt er í sundlaugina á Borg á meðan hátíðinni stendur.

Fyrri greinHrönn opnar sýningu í Listagjánni
Næsta greinBókafeluleikur á Selfossi