„Gríðarlega þakklát fyrir móttökurnar“

Magnús Gunnarsson í Joe & The Juice á Selfossi. Fyrir aftan borðið eru í afgreiðslu þær Jóhanna Margrét Tryggvadóttir og Ísabella Rán Bjarnadóttir. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Veitingastaðurinn Joe & the Juice fagnar um þessar mundir eins árs starfsafmæli á Selfossi.

„Fyrsta árið okkar á Selfossi hefur gengið vonum framar og við erum gríðarlega þakklát fyrir móttökurnar sem við höfum fengið frá íbúum sem og ferðalöngum í gegnum Selfoss,“ segir Magnús Gunnarsson, rekstrarstjóri Joe & The Juice á Íslandi, í samtali við sunnlenska.is.

Ferðamannastraumurinn lá í gegnum Suðurland í sumar og naut Joe & the Juice góðs af. „Sumarið var sérstaklega gott og spilar sunnlenska sólin þar klárlega stórt hlutverk. Það er sömuleiðis skemmtilegt að segja frá því að viðtökurnar á kökunum okkar, sem við hófum sölu á í sumar, hafa hvergi verið betri en á Selfossi!“

Magnús segir að allur aldur kunni að meta veitingarnar á Joe & The Juice. „Okkar helsti kúnnahópur er frá 18-45 ára en þó á Joe & the Juice aðdáendur á öllum aldri. Börnin elska Power Shake hjá okkur, fullorðna fólkið fær kaffi og allir okkar viðskiptavinir fá sér samloku og djús. Vinsælasta samlokan okkar frá upphafi er Joe´s Club kjúklingasamlokan en best geymda leyndarmálið er Tunacado samlokan með okkar sérlagaða túnfiskssalati. Þeir sem smakka hana fá sér yfirleitt ekki annað aftur. Vinsælustu drykkirnir okkar eru svo Pick Me Up djúsinn og okkar allra vinsælasti shake, Power Shake.“

Tilboð alla afmælisvikuna
Það færist í vöxt að fyrirtæki og veitingastaðir noti smáforrit til að einfalda viðskiptavinum að panta mat og er Joe & the Juice er þar engin undantekning. .„Við ætlum að sjálfsögðu að fagna eins árs afmæli okkar á Selfossi vel og bjóðum við því samloku og lítinn djús á 1.490 kr alla afmælisvikuna!“

Þetta er tilboð sem höfum alla miðvikudaga hjá okkur eingöngu í Joe & the Juice appinu, svokallaður „App Miðvikudagur“, en er nú í boði hvort sem pantað er í appinu eða á staðnum. Ég mæli þó eindregið með Joe appinu. Þar er hægt að panta hjá okkur frá fimm mínútum og allt að sólarhring fram í tímann og sleppa því biðröð, en einnig safna viðskiptavinir stigum í appinu og vinna sér inn fríðindi eins og fría djúsa, samlokur og kaffi,“ segir Magnús að lokum.

Fyrri greinAlvöru skellur á heimavelli
Næsta grein„Stórhættuleg kvikindi“