Gríðarlegt þrumuveður á Suðurlandi

Úrhellis rigning er á Suðurlandi sem veðurguðirnir fylgja eftir með gríðarlegum þrumum og eldingum.

Þrumuveðrið hófst um laust fyrir kl. 14 og rétt eftir klukkan tvö sást mikill blossi og augnabliki síðar heyrðist gríðarleg þruma með miklum drunum.

Lesendur á Selfossi sem hafa haft samband við sunnlenska.is og lýst þrumunni eins og sprengingu og rúður í húsum í bænum nötruðu.

Götur á Selfossi eru á floti og úrkomumælir á Reynivöllum á Selfossi mælir úrkomu dagsins 13,2 mm, þar af 5,2 mm síðustu þrjár klukkustundir.

Fyrri greinLitháarnir í farbanni
Næsta greinBílvelta við Markarfljót