Gríðarleg aðsókn í tónlistarnám

Róbert Darling, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga, segir að nú sé „gríðarlega mikil aðsókn, næstum engin hafi hætt námi og biðlistar séu langir.“

Skólinn hefur átt erfitt með að taka inn nýja nemendur og einstaka börn hafa verið lengi á biðlista.

„Við óttuðumst um tíma að foreldrar myndu hætta að senda börn í tónlistarnám vegna kreppunnar,“ segir Róbert en „svo virðist sem foreldrar hafi sett þetta nám í forgang. Mikil aukning var í aðsókn að skólanum síðasta haust og svo núna þótt tón¬listar¬nám sé dýrara.“

Innan Tónlistarskólans er um 540 nemendum kennt, sem dreifast nokkuð jafnt yfir alla Árnessýslu. Skólinn kennir líka nærri 200 nemendum í 2. bekkjar verkefnum í grunnskólanum og segir Róbert að Tónlistarskóli Árnesinga sé um það bil þriðji stærsti tónlistarskóli landsins.

Hann segir það miður að skólinn hafi ekki fengið hækkun að ráði á kennslukvóta sinn síðan kreppan skall á en sem betur fer ekki orðið fyrir niðurskurði heldur.

Fyrri greinFékk aðsvif undir stýri
Næsta greinKynningarfundur hjá BFÁ