Gríðarlegar drunur í jöklinum

Gríðarmiklar drunur óma nú um Rangárþing frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Sunnlenska.is hefur fregnað af drunum í allt að 50 km fjarlægð frá jöklinum.

Erfitt er að lýsa drununum sem koma með reglulegu millibili en þær eru mjög djúpar. Drunurnar heyrast vel á Hvolsvelli og víða í Rangárþingi.

Þessi mögnuðu hljóð stafa af miklum gassprengingum í þykkri kvikunni ofarlega í gígnum.