Gríðarleg aukning í fiskatalningu

Umtalsverðrar aukningar í fiskgengd hefur orðið vart í fiskiteljara í fossinum Búða í Þjórsá það sem af er sumri. Alla jafna hafa um 400 til 600 fiskar farið um teljarann á sumrin en það sem af er sumri hafa 1.400 fiskar farið í gegnum hann eða ríflega tvöfalt það sem best hefur verið til þessa.

Að sögnOdds Bjarnasonar, formanns veiðifélags Þjórsár, eru þetta ánægjuleg tíðindi sem sýna að fiskgengd er að aukast á svæðinu.

Að sögn Odds eru þetta athyglisverðar upplýsingar en augljóst sé að hrygningarsvæðum sé að fjölga og vatnasvæði lax og silungs á Þjórsársvæðinu að stækka. „Allt vatnasvæði Þjórsár er að verða verðmætara sem veiðisvæði,” sagði Oddur.

Teljari var settur við Búða 20. júní og strax fyrsta daginn fór fiskur að ganga í gegnum hann. Þá hefur verið setur upp teljari og fisksjá í Kálfá og sýnir hann aukna fiskgengd að sögn Odds.

Það er Veiðimálastofnun sem sér um rekstur teljarans en Landsvirkjun greiðir kostnaðinn. Oddur sagði að miklu skipti að votviðrasamt hefði verið í sumar og vatn nægilegt allstaðar á vatnasvæði Þjórsár.

Fyrri greinÞjórsárskóli í skógarferð
Næsta greinÍR og ÍBV sigruðu